Andri og Fanney Birna selja glæsiíbúð með sánu

Andri Óttarsson og Fanney Brina Jónsdóttir.
Andri Óttarsson og Fanney Brina Jónsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Við Vesturgötu í Reykjavík hafa Andri Óttarsson og Fanney Birna Jónsdóttir búið sér fallegt heimili. Hjónin eru bæði lögfræðingar en hún hefur upp á síðkastið starfað í Silfrinu á RÚV.

Íbúðin er 103 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1956.  

Heimili Andra og Fanneyjar er fallega uppgert. Í eldhúsinu er sérsmíðuð eikarinnrétting og gegnheilt parket á gólfum. Tvær stórar samliggjandi stofur prýða íbúðina og eru þær bjartar enda snýr húsið í hásuður. 

Á heimilinu er húsgögnum haganlega komið fyrir og fær hver hlutur sitt pláss. Punkturinn yfir i-ið er svo sána í sameign hússins en eins og staðan er akkúrat flokkast slíkt til munaðar eða allavega þegar sundlaugar landsins eru lokaðar. 

Af fasteignavef mbl.is: Vesturgata 52

mbl.is