Höskuldur selur rúmlega 160 milljóna einbýli í 102

Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Aron banka, og eiginkona hans, Sigríður Ólafsdóttir doktor í uppeldis- og menntunarfræðum, hafa sett glæsihús sitt á sölu. Um er að ræða 281 fm einbýli sem stendur á góðum stað í Skerjafirði sem heitir nú 102 Reykjavík. 

Hjónin hafa átt húsið síðan 1999 og er fasteignamat þess 104.650.000 kr. Ásett verð er rúmlega 160 milljónir. 

Þegar inn í húsið kemur blasir við alls konar fínt dót ættað úr hönnunarheimi Skandínavíu og er því blandað saman við eldri viðarhúsgögn og antik. Í stofunni eru til dæmis tveir Börge Mogensen-sófar undir glugganum, hlið við hlið, þannig að gólfplássið nýtist sem best. Þessa dagana þegar fólk er hvað mest heima við er gott að hafa nóg gólfpláss í stofunni til að geta gert dans- og leikfimisæfingar. Það er þó ekki víst að það eigi við í þessu tilfelli. 

Í húsinu eru mörg einstök málverk eftir þekkta myndlistarmenn. Á gólfunum eru fallega ofnar mottur úr fínustu ullinni sem hægt er að fá en allt er þetta gert til að skapa sem notalegasta stemningu. 

Eins og sést á myndunum er mikið lagt í þessa fasteign og hefur henni verið vel haldið við. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál