Það tók Helga meira en hálft ár að græja gólfin

Helgi Jean Classen hlaðvarpsstjarna í HÆ HÆ og heilsugúrú hefur síðustu níu mánuði verið að gera upp sínu fyrstu fasteign sem gengur undir nafninu Kakókastalinn. Hann var orðinn 38 ára þegar hann festi kaup á húsinu og hafði miklar hugmyndir um hvernig hann ætlaði að breyta venjulegu einbýlishúsi í Mosfellsbæ í höll. Hann hélt að það tæki nokkrar vikur, en nú styttist í að þessar framkvæmdir séu búnar að vera í gangi í ár. 

Þótt Helgi sé klár á mörgum sviðum þá er hann kannski svolitið slakur á tímastjórnunarsviðinu því húsið átti að vera alveg tilbúið í sumar, en það varð ekki alveg raunin. Það kom nefnilega alltaf eitthvað óvænt upp! 

mbl.is