Jólin hefjast formlega í IKEA á morgun

Ef það er eitthvað sem við getum gert þessa dagana til þess að hafa það huggulegra þá er það væntanlega það að gera heimili okkar notalegra. Sænska móðurskipið IKEA er komið í huggulegan vetrarham. 

Á morgun birtist svo jólalína IKEA í versluninni en auk hennar er að finna margar huggulegar vetrarlínur sem samanstanda af fallegum hlutum fyrir heimilið. Bláir diskar gera kvöldmáltíðina skemmtilegra og það er auðvelt að gera hvern dag að veisludag með því að leggja fallega á borð. 

mbl.is