Ingó veðurguð selur höllina á Álftanesi

Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veðurguð eins og hann er kallaður.
Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veðurguð eins og hann er kallaður. Ljósmynd/Mummi Lu

Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður eða Ingó veðurguð eins og hann  er kallaður hefur sett sitt einstaka raðhús við Hólmatún á sölu. Húsið er 132 fm að stærð og var byggt árið 2000. 

Ingó festi kaup á húsinu 2017 og bjó þar með þáverandi kærustu sinni. 

Húsinu hefur verið vel við haldið en í kringum húsið er ógnarstór garður sem er vel girtur af. Þar er líka pallur þar sem hægt er að slappa af á góðviðrisdögum. Úr húsinu er stutt út í náttúruna og hægt að labba meðfram sjónum til að fá innblástur eða labba hringinn í kringum Bessastaði. 

Heimili Ingós er fallega innréttað. Ekkert óþarfa prjál og skraut heldur allt eins einfalt og látlaust og hugsast getur. 

Af fasteignavef mbl.is: Hólmatún 4A

mbl.is