Anna keypti glæsihúsið við Hrólfsskálavör

Anna Fjeldsted og Arnaldur Indriðason eru glæsileg hjón.
Anna Fjeldsted og Arnaldur Indriðason eru glæsileg hjón. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Fjeldsted, kennari og eiginkona Arnaldar Indriðasonar metsöluhöfundar, keypti fasteignina Hrólfsskálavör 3 af Sigríði Heimisdóttur iðnhönnuði. Smartland greindi frá því á sínum tíma þegar húsið fór á sölu enda höfðu lesendur fylgst grannt með framkvæmdum í eldhúsi og fleira. Í fyrra fór það aftur á sölu og festi Anna þá kaup á húsinu.  

Húsið er afar glæsilegt en það var byggt 1980 og er það 257 fm að stærð. Fasteignamat hússins er rúmlega 103 milljónir. 

Anna og Arnaldur búa þó ekki í húsinu því þau búa við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi þar sem hann skrifar hverja metsölubókina á fætur annarri með brimið í fanginu. Sonur þeirra er hins vegar með lögheimili á Hrólfsskálavör 3 ásamt fjölskyldu sinni. 

Hrólfsskálavör 3 er glæsilegt einbýlishús sem byggt var 1980.
Hrólfsskálavör 3 er glæsilegt einbýlishús sem byggt var 1980.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda