Einstakur stíll í 101 Reykjavík

Við Eiríksgötu í Reykjavík stendur afar heillandi 87,4 fm íbúð og er íbúðin í húsi sem byggt var 1934. Íbúðin er máluð í hvítum lit og eru gólfin flotuð. 

Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og hvítum flísum sem búa til stemningu. Í eldhúsinu eru opnar hillur þannig að hægt er að raða fallegu dóti sem fólk vill hafa til sýnis. 

Í íbúðinni mætast falleg húsgögn, plöntur og bast. Hver hlutur á sinn stað og er allt gert til þess að fari sem best um þá sem búa í íbúðinni. 

Af fasteignavef mbl.is: Eiríksgata 15

mbl.is