Skúli selur 72 íbúðir á 14,9 milljónir stykkið

Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012.
Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012. mbl.is/Rax

Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air hefur látið útbúa litlar og ódýrar íbúðir í húsnæði sem áður hýsti Base hótel á Ásbrú. Ódýrustu íbúðirnar kosta 14,9 milljónir. Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta. 

Þar kemur fram að um 80 íbúðir sé að ræða í tveimur blokkum sem áður hýstu hótelið. Af þeim eru 72 íbúðir tveggja herbergja sem eru hver um sig 40 fermetrar að stærð auk þriggja fermetra geymslu í sameign. Þessar íbúðir kosta 14,9 milljónir. 

„Því lá beinast við að skoða aðra möguleika og sem betur fer hentar þetta húsnæði mjög vel undir litlar íbúðir. Við höfum getað unnið þetta hratt og vel með öllum hagsmunaaðilum og skipulagi sem gerir það að verkum að við getum núna boðið góðar íbúðir á svona hagstæðu verði,“ segir Skúli í viðtali við Víkurfréttir.

mbl.is