Unnustinn kom með 15 plöntur inn á heimilið

Inga Sigríður Snorradóttir gerir blómahengi sem lífga upp á tilveruna.
Inga Sigríður Snorradóttir gerir blómahengi sem lífga upp á tilveruna. Ljósmynd/Sólbjört Jóhannesdóttir

Inga Sigríður Snorradóttir heklar og selur einstaklega falleg blómahengi sem setja svip á hvert rými. Inga Sigríður, sem yfirleitt er kölluð Inga, fékk gríðarlegan áhuga á að hekla þegar hún gekk með sitt yngra barn og fór þá að búa til macramé-blómahengi. 

„Mamma og ömmur mínar voru alltaf með blóm á heimilinu en það var ekki fyrr en ég fór að búa til blómahengin að mér fannst einhver tilgangur með þessum blómum. Nú er það þannig að ég er farin að fylla heimilið af blómum og er í smá samkeppni við unnustann sem er garðyrkjufræðingur,“ segir Inga. 

Blómahengin selur hún í gegnum instagramsíðu sína, Allt í hnút. Hún notar eingöngu endurunninn bómullarþráð sem hún fær frá MARR-vefverslun. 

View this post on Instagram

Natural með dass af terracotta✨ 4.500kr

A post shared by Allt í hnút (@alltihnut) on Jun 15, 2020 at 1:22pm PDT

„Ég var í fyrstu bara að gera blómahengi fyrir sjálfa mig og ég fékk svo margar fyrirspurnir frá vinum og vandamönnum hvort þau gætu keypt af mér hengi að ég ákvað að þróa hugmyndina lengra og búa til síðu. Síðan hef ég smátt og smátt verið að prufa mig áfram með nýja hnúta, öðruvísi litasamsetningar og flest hengin hjá mér eru sérsniðin fyrir hvern og einn,“ segir Inga. 

Plönturnar á heimili Ingu eru farnar að hlaupa á tugum.
Plönturnar á heimili Ingu eru farnar að hlaupa á tugum. Ljósmynd/Sólbjört Jóhannesdóttir

„Unnustinn kom með um 15 plöntur inn á heimilið þegar við byrjuðum saman, en ég held að ég sé búin að þrefalda þann fjölda á þessu ári eftir að ég byrjaði að gera blómahengi,“ segir Inga.

Hún segir að garðyrkjuáhuginn í fjölskyldunni sé mikill en á þessu ári stofnuðu þau saman garðyrkjustöðina KÍM. Þau leigðu einn hektara á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi til að prófa sig áfram. Þar rækta þau blómkál, spergilkál, gulrætur og iðnaðarhamp. 

Hægt er að skoða blómahengi Allt í hnút á Facebook og Instagram.

Ljósmynd/Sólbjört Jóhannesdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál