Fékk frjálsar hendur í hönnun og húsgagnavali

Fallegur stóll úr Epal býr til notalega stemningu í eldhúsinu …
Fallegur stóll úr Epal býr til notalega stemningu í eldhúsinu í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Sól­veig Andrea Jóns­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt hannaði fallegt hús í Hafnarfirði fyrr á árinu. Hún er afar ánægð með útkomuna og segist helst vilja búa í húsinu sjálf. Í húsinu eru meðal annars fallegar sérsmíðaðar innréttingar og marmaraflísar. 

„Ég hef verið svo hepp­in að fá að gera fullt af skemmti­leg­um og fal­leg­um verk­efn­um í gegnum tíðina. Í vor kláraði ég að gera ein­býl­is­hús í Hafnar­f­irði þar sem ég fékk mjög frjáls­ar hend­ur í hönn­un og hús­gagna­vali. Í húsinu var allt hreinsað út og nýtt sett inn í staðinn. Til þess að fullkomna verkið voru gerðar smá til­færsl­ur á veggj­um og veggir teknir niður.“

Svart­ir bar­stól­ar frá Hay passa vel við svörtu inn­rétt­ing­una.
Svart­ir bar­stól­ar frá Hay passa vel við svörtu inn­rétt­ing­una. mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir

Sól­veig seg­ir það mjög skemmti­legt að hanna allt frá a til ö eins og hún gerði í hús­inu í Hafnar­f­irði. Í slík­um verk­efn­um skipt­ir máli að ná fram ákveðinni hönn­un á öll­um inn­rétt­ing­um þannig að eld­hús og baðher­bergi skapi eina heild.

Hér ráða mjúkir litir ríkjum. Fiskibeinamunstrið í parketinu setur svip …
Hér ráða mjúkir litir ríkjum. Fiskibeinamunstrið í parketinu setur svip sinn á rýmið. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Valvet Round-borðið úr Módern sómir sér.
Valvet Round-borðið úr Módern sómir sér. Ljósmynd/Aðsend

„Heild­in verður að passa sam­an, sami viður er á inn­rétt­ing­um í eld­húsi og á baðher­bergj­um. Sömu flís­ar á öll­um baðher­bergj­um þó svo að þær séu tekn­ar í öðrum stærðum en þetta pass­ar allt sam­an. Í þessu húsi eru þrjú baðher­bergi sem eru öll með sama efn­is­vali. Ef grunn­ur­inn er góður er svo auðvelt að poppa upp með hús­gögn­um.

Ég er mjög stolt af þessu verk­efni og ánægð með út­kom­una. Mig lang­ar helst að flytja inn þarna sjálf enda út­sýnið geggjað og húsið hent­ar öll­um svo vel eft­ir þess­ar breyt­ing­ar. Það er alltaf gam­an að sjá skemmti­lega út­komu og þegar heim­il­is­fólkið er ánægt.“

Baðkarið er glæsilegt.
Baðkarið er glæsilegt. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Marm­araflís­ar og dökk eik fara vel sam­an eins og á …
Marm­araflís­ar og dökk eik fara vel sam­an eins og á þessu baðher­bergi. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Tækjaskápar koma að góðum notum.
Tækjaskápar koma að góðum notum. Ljósmynd/Aðsend
Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt hannaði fallegt hús í Hafnarfirði.
Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt hannaði fallegt hús í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál