Notalegt heimili Courteney Cox

Courteney Cox á notalegt heimili í Malibu.
Courteney Cox á notalegt heimili í Malibu. AFP

Fjólubláir veggir eins og í íbúð Monicu í Vinum eru víðsfjarri á heimili Courteney Cox í Malibu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Dökkmálaðir veggir setja notalegan svip á heimili Cox sem ætlaði eitt sinn að leggja arkitektúr fyrir sig. 

Stofan er afar notaleg og eru það helst dökkir veggir og svartmálaðir bitar í loftinu sem setja svip á heimilið. Lampar gefa heimilinu notalegan blæ sem og viður og aðrir náttúrulegir tónar.

Skjáskot/Instagram

Í stofunni er flygill. Falleg málverk gefa rýminu lit en stór og mikil krítartafla með teikningum heimilsfólks við pool-borðið gerir það að verkum að Cox virðist ekki leiðast í kórónuveirufaraldrinum. 


Cox keypti húsið árið 2010 og gerði það mikið upp. Leikkonan stundaði nám í arkitektúr og innanhússhönnun í ár áður en hún einbeitti sér að fyrirsætu- og leiklistarferli. Cox er undir breskum áhrifum á heimili sínu en fyrir rúmum þremur árum sagðist hún ætla að losa sig við flest húsgögnin sín og breyta til. Hún eignaðist írskan kærasta og fór því oft til London og féll fyrir gömlum breskum bæjum og flóamörkuðum. 

View this post on Instagram

Proud of my coconut. #fleetwoodmac

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Oct 4, 2020 at 4:27pm PDT

View this post on Instagram

Saturday night....

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Aug 9, 2020 at 4:29pm PDTFjólublái liturinn var áberandi í Vinum.
Fjólublái liturinn var áberandi í Vinum.
mbl.is