Sylvía keypti eitt fallegasta heimili Seltjarnarness

Sylvía Dögg Halldórsdóttir listamaður.
Sylvía Dögg Halldórsdóttir listamaður. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem gengur undir listamannsnafninu Lovetank festi kaup á raðhúsi Olgu Hrafnsdóttur á dögunum. Húsið er við Nesbala og er einstakt á svo margan hátt. 2015 opnaði Sylvía heimili sítt í Hlíðunum sem er afar fallegt og smekklega innréttað en íbúðin fór á sölu á dögunum. 

Húsið við Nesbala 118 er einstaklega vel heppnað og fallegt. Stíllinn hennar Olgu er einstakur en hún er afar fær í því að gera huggulegt í kringum sig. Það sama má segja um Sylvíu og verður spennandi að fylgjast með hvað gerist næst í þessu geggjaða raðhúsi sem er með útsýni út á sjó. 

Eitt er þó víst að það verður áfram fallegt um að litast, allavega ef Sylvía tekur öll sín huggulegu húsögn með. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is