Gyða og Ari setja glæsihúsið á sölu

Gyða Dan Johansen og Ari Edwald eru farin í sitthvora …
Gyða Dan Johansen og Ari Edwald eru farin í sitthvora áttina.

Gyða Dan Johansen og Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa sett sitt fallega hús við Einilund í Garðabæ á sölu. Húsið er 324 fm að stærð og var byggt 1975.

Húsið hefur verið endurnýjað mikið og eins og sjá má á myndunum er búið að setja fallegar marmaraflísar á gólfið. Þar er líka nýtt eldhús sem er svart á litinn. Í húsinu fær sjónsteypa að njóta sín sem fer vel við marmaraflísarnar og parketið.

Í húsinu eru alls tíu herbergi og er þar hjónasvíta með sérbaðherbergi en alls eru þrjú salerni í húsinu. 

Eins og sjá má á myndunum er húsið afar fallegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Einilundur 10 og HÉR

mbl.is