Jóladagatal með ekta víngúmmíi

Jóladagatöl fyrir fullorðna njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Ef það er einhvern tímann stemning fyrir því að lífga upp á desember með sætindum þá er það núna. Verslunin Epal er þekkt fyrir að bjóða bara upp á það besta en nú er forsala hafin á jóladagatali frá Wally & Whiz sem er fyllt með handgerðu dönsku víngúmmíi. Dagatalið er ævintýri fyrir bragðlaukana með ljúffengum bragðsamsetningum og jólaívafi.

Víngúmmí og víngúmmí er ekki það sama og þess má geta að sælgætið í þessu dagatali er vegan, glútenlaust, laktósafrítt og inniheldur engin ónáttúrleg litarefni og bragðefni. Það er erfitt að standast þetta ljúffenga sælgæti sem hentar öllum! 

mbl.is