179 milljóna keðjuhús í Fossvogi

Við Lautarveg í Fossvogi stendur glæsilegt ráðhús, eða keðjuhús eins og það er kallað í fasteignaauglýsingu á mbl.is, á besta stað, alveg við Fossvogsdalinn og Skógræktina. Um er að ræða 341 fm hús sem byggt var 2018. Í kjallara hússins eru tvær aukaíbúðir sem hægt er að leigja út. 

Hátt er til lofts í húsinu og vítt til veggja. Eldhús er í norður en stofan í suður. Í eldhúsinu er dökk innrétting sem inniheldur aðallega neðri skápa. Í eldhúsinu er stór gluggi út í götu sem hleypir mikilli birtu inn. 

Heimilið er afar skemmtilega innréttað með fallegum húsgögnum og er stílhreint yfirbragð yfir öllu. Flestir veggir eru hvítmálaðir sem gerir heimilið ennþá bjartara og þannig fær líka lofthæðin að njóta sín sem best. 

Af fasteignavef mbl.is: Lautarvegur 32

mbl.is