„Rúllutertuhúsið“ í Hafnarfirði er til sölu

Júlíus Matthíasson byggði húsið árið 1996 en Vífill Magnússon teiknaði …
Júlíus Matthíasson byggði húsið árið 1996 en Vífill Magnússon teiknaði það. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Hið einstaka hönnunarhús, Klukkuberg 40, í Hafnarfirði er nú til sölu. Um er að ræða 286 fermetra einbýli í suðurhlíðum Hafnarfjarðar í Setbergslandinu með stórkostlegu útsýni til austurs, vesturs og suðurs. 

Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni og grípur augu allra þeirra sem eiga leið um svæðið. Bakarinn Júlíus Matthíasson byggði húsið árið 1996 og hefur hann og fjölskylda hans búið í því alla tíð síðan. Húsið hefur fengið á sig mörg nöfn í gegnum árin og kalla sumir það rúllutertuhúsið en aðrir tunnuhúsið. Ásett verð er 120.000.000 krónur.

Húsið er á þremur hæðum og með sér inngangi á hverri hæð. Í því eru 5 svefnherbergi, 3 stofur og 4 baðherbergi. Inn af hjónaherberginu er flísalagt baðherbergi með sturtuklefa. Einnig er útgengt úr hjónaherberginu á suðursvalir. 

Af fasteignavef mbl.is: Klukkuberg 40.

Húsið er með einstöku útsýni.
Húsið er með einstöku útsýni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál