Fínt heima hjá Sölmu Hayek

Salma Hayek.
Salma Hayek. AFP

Það ku vera afar fínt heima hjá leikkonunni Sölmu Hayek en hún býr í London ásamt auðmanninum François-Henri Pinault og dóttur þeirra Valentinu sem er 13 ára. 

Vinkona Hayek, Tiffany Haddish, leysti frá skjóðunni í viðtali við The Guardian. 

„Ég ætti ekki að segja frá þessu en þegar ég kom til London fékk ég að gista heima hjá Sölmu Hayek. Ég kem þangað og húsið er eins og höll. Svo segir hún mér að velja herbergi til þess að sofa í. Mér fannst það geggjað. Þá sýnir hún mér fataskápinn sinn og það er flottasti fataskápur í heimi. Gucci og allt. Ég segi: „Ég vil sofa hér!“ Svo sýnir hún mér herbergi dóttur sinnar og það er bleikt á litinn með hringlaga rúmi og einhyrningadót út um allt. Og þá segist ég náttúrlega vilja sofa þar. Ég hef alltaf viljað vera prinsessa og þetta er prinsessuherbergi,“ segir Haddish og kallar Hayek ríkustu manneskju sem hún þekki. „Hún er með þjónustufólk og allt og ég bara BÚMM! Er það svona að vera ríkur?“

Hayek deilir ekki mörgum myndum af heimili sínu á samfélagsmiðlum, þó má sjá á instagram glitta í risastóran og veglegan stiga sem gefur ákveðna hugmynd um afganginn.

mbl.is