Langar þig að vera eins og Björgólfur eða Bjössi í World Class?

Björgólfur Thor Björgólfsson og Björn Leifsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson og Björn Leifsson. Samsett mynd

Margir greifar viðskiptalífsins hófu sinn feril sem skemmtistaðaeigendur. Björgólfur Thor Björgólfsson rak skemmtistaðina Tunglið og Skuggabarinn, Magnús Ármann rak einu sinni skemmtistaðinn Astró, Skúli Mogensen rak Tunglið og meira að segja Björn Leifsson sem oft er kenndur við World Class átti einu sinni skemmtistað sem hét Ingólfskaffi og þótti mjög heitur. Það sem einkenndi þessa skemmtistaði var að iðulega myndaðist röð fyrir utan og var það ekki vegna þess að það máttu bara 10 manneskjur vera inni á staðnum í einu heldur vegna þess að staðirnir voru svo eftirsóttir. 

Ef þig langar til að verða eins og þessir menn gætirðu mögulega látið drauminn rætast því húsnæðið sem áður hýsti b5, sem stendur við Bankastræti 5, er nú til leigu. Eigendur staðarins neyddust til að loka honum fyrr á þessu ári vegna kórónuveirunnar. 

Rýmið er auglýst til leigu á vef Atvinnueignar og er óskað eftir tilboði. Rýmið er alls 450 fermetrar og er á jarðhæð. Lítið annað kemur fram um eignina á vefnum. 

B5 var lengi vel einn vinsælasti skemmtistaður landsins. 

Í ágúst kom fram í fréttum að eigendur b5 hefðu ekki greitt leigu í þrjá mánuði og sagði eigandi staðarins að hann stæði frammi fyrir fáránlegri spurningu. „Ég stend nú frammi fyr­ir þeirri fá­rán­legu spurn­ingu hvort ég eigi að halda áfram að ausa fjár­mun­um inn í eitt­hvert svart­hol til að geta greitt fast­eigna­fé­lag­inu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lag­ist. Svarið er nei,“ sagði Þórður Ágústsson í viðtali við mbl.is þá.

Bankastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur er til leigu.
Bankastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur er til leigu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/Atvinnueign
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál