Forkunnarfagurt heimili Guðrúnar Ólafar á Seltjarnarnesi

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir hefur komið sér vel fyrir í fallegu …
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir hefur komið sér vel fyrir í fallegu húsi á Seltjarnarnesi ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Magnússon

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún vill hafa hlutina eftir ákveðnum reglum og elskar að hafa snyrtilegt í kringum sig. Fyrir um ári festi hún kaup á einstöku einbýlishúsi á Seltjarnarnesi ásamt manni sínum, Kristjáni Brooks. Á milli þess sem hún fegrar umhverfi sitt heldur hún vinsæl prjónanámskeið heima í stofu því hún veit ekkert betra en að vera með prjóna í höndunum og gott garn. 

Þegar Guðrún og Kristján festu kaup á húsinu var það orðið svolítið gamalt og lúið. Húsið er byggt 1977 og fengu fyrri eigendur verkfræðing til að hanna húsið eftir eigin hugmyndum. Þau heilluðust af stíl Högnu Sigurðardóttur sem var fyrsti kvenarkitekt Íslands og afar farsæl í starfi. Þegar Guðrún og Kristján keyptu húsið þurfti að endurnýja það mikið enda margt komið á tíma í þessu 43 ára gamla húsi. Það þurfti að skipta um þak og glugga, innréttingar og gólfefni svo eitthvað sé nefnt. Það vafðist þó ekki fyrir þeim hvað þau vildu gera við húsið og mest af endurbótunum gerðu þau sjálf.
Eldhúsið er einstaklega fallegt. Frontar frá HAF Studio prýða innréttinguna …
Eldhúsið er einstaklega fallegt. Frontar frá HAF Studio prýða innréttinguna en steinninn kemur frá Fígaró. mbl.is/Magnússon

„Við féllum fyrir arkitektúrnum á þessu húsi sem var búið að ganga kaupum og sölum, eða hafði verið á sölu, fór í söluferli en svo slitnaði keðjan alltaf. Ég var búin að fylgjast með húsinu en við skoðuðum það aldrei því okkur þótti það of dýrt. Einn laugardagsmorgun er ég heima að drekka morgunkaffið mitt þegar ég sé að húsið er komið enn eina ferðina á sölu. Ég hringdi í Kristján, sem var úti á golfvelli, og sagði honum að koma við í bakaríi og kaupa brauð og snúða. Yfir snúðunum ákváðum við að fara og skoða húsið,“ segir Guðrún Ólöf.

Til að gera langa sögu stutta þá skoðuðu þau húsið á sunnudeginum og voru búin að festa kaup á því á mánudeginum.

Á gólfunum er fallegt parket sem fer vel við gráa …
Á gólfunum er fallegt parket sem fer vel við gráa veggina. mbl.is/Magnússon

Svolítið högnulegt

Húsið er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er meðal annars eldhús, borðstofa og alrými sem er mikið notað af fjölskyldunni. Áður var garðskáli í þessu rými en þegar þau skiptu um þak létu þau setja þakplötur þar sem áður var plastþak.

„Fyrst við vorum að endurnýja þakið þá tókum við garðskálann og nú getum við nýtt plássið betur. Við erum sex í heimili eins og stendur en það eru tvö af börnunum flutt að heiman. Þau sem eru flutt að heiman eru þó mikið heima og því þarf að vera nóg pláss fyrir alla,“ segir Guðrún.

Í eldhúsinu er gott vinnupláss. Á eyjunni er marmari sem …
Í eldhúsinu er gott vinnupláss. Á eyjunni er marmari sem kemur frá Fígaró. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þykkur marmarinn fær að njóta sín á eyjunni.
Þykkur marmarinn fær að njóta sín á eyjunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldhús fjölskyldunnar er stórt og rúmgott með fallegum gluggum og miklu borðplássi. Guðrún hannaði eldhúsið sjálf og notaði innréttingagrunn úr IKEA. Hurðirnar á innréttingarnar koma frá HAF STUDIO sem sérhæfir sig í frontum á innréttingar frá IKEA.

„Mér finnst ofsalega gott að hafa eldhúsið í löngum bekk. Ég hugsaði þetta út frá því hvernig er best að vinna. Ég vildi hafa þetta sem þægilegast því við erum það mörg í heimili. Ég vildi að rýmið gæti notið sín sem best. Á eyjunni er marmari en svo erum við með granít á bekknum undir glugganum. Mér finnst henta vel að blanda saman marmara og graníti því það síðarnefnda þolir miklu meira og svo finnst mér fallegt að brjóta þetta upp. Svo erum við með stóra SMEG-eldavél og við vildum að hún fengi að njóta sín,“ segir Guðrún. Gardínurnar í eldhúsinu eru svipmiklar en þær keypti Guðrún í Rúmfatalagernum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar Guðrún er spurð út í eigin stíl segir hún að það sé enginn sérstakur stíll hjá sér. Hún velur það sem henni finnst fallegt og minnist á að það þurfi ekki allt að kosta mikla peninga, samanber eldhúsgardínurnar úr Rúmfatalagernum.

Innbúið samanstendur af allskonar fallegum hlutum sem hún og maður hennar eru búin að eiga lengi og hafa sankað að sér í gegnum tíðina.

„Borðstofuborðið er til dæmis orðið 15 ára gamalt en það var keypt í Tekk-vöruhúsi á sínum tíma. Svo er ég með gamla Philippe Starck-stóla sem ég nota á móti Ton-stólunum sem ég keypti nýlega,“ segir hún.

Fyrir ofan 15 ára gamla borðstofuborðið hanga ljós sem keypt voru í Heimili og hugmyndum.

„Þau eru ekki mjög bein, heldur klunnaleg og þung og passa vel við borðið,“ segir hún.

Í eldhúsinu er stór og myndarleg eldavél frá SMEG. Gluggatjöldin …
Í eldhúsinu er stór og myndarleg eldavél frá SMEG. Gluggatjöldin koma úr Rúmfatalagernum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Langaði að verða arkitekt

Við ræðum um heimilisfegurð og þrána að vilja hafa fallegt í kringum sig. Guðrún segir að hún hafi alla tíð kunnað að meta fagurt umhverfi og á tímabili langaði hana að læra meira í þeim efnum.

„Ég ætlaði mér alltaf að læra arkitektúr en svo hafði ég ekki möguleika á því á ákveðnu tímabili,“ segir hún. Fjölskylda og vinir hafa þó notið góðs af hæfileikum hennar á þessu sviði og hefur hún margoft aðstoðað sitt fólk við að fegra í kringum sig. Hún játar að hún fái mjög mikið út úr því og finnist það gaman.

Á vinnuplássinu er granít.
Á vinnuplássinu er granít. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjög samstiga

Guðrún er mikill raðari og hefur alltaf jafngaman af því að færa til hluti. Stundum leggur hún hluti til hliðar og hvílir þá og dregur svo fram aftur. Þegar Guðrún er spurð að því hvort þau maðurinn hennar séu alltaf sammála segir hún að þau vinni vel saman.

„Við erum rosalega samstiga í þessu. Hann er mjög handlaginn og þúsundþjalasmiður,“ segir hún.

„Það var aldrei vesen þegar við vorum að gera þetta hús. Við unnum ofboðslega vel saman í þessu. Þegar ég hugsa til baka þá gekk þetta svo vel. Ég ræð svona hvernig hlutirnir enda en hann er meira í þessu faglega en við unnum þetta mestallt sjálf,“ segir hún.

Þeir sem hafa gert upp húsnæði vita að það getur tekið á. Það er í mörg horn að líta svo ekki sé minnst á allar ferðirnar í byggingarvöruverslanir sem eru kostnaðarsamar og tímafrekar. Þegar ég spyr Guðrúnu út í þetta játar hún að hafa orðið svolítið þreytt í byrjun ársins.

„Ég krassaði í janúar eða febrúar en svo hristi ég það af mér og hélt áfram,“ segir hún.

Hafið þið ekkert pælt í því að stofna fyrirtæki sem aðstoðar fólk í framkvæmdahug?

„Ég hef oft fengið þá spurningu. Við gætum verið með fyrirtæki til að sjá um svona fyrir fólk, en höfum ekkert tekið það lengra,“ segir hún.

Ljósin fyrir ofan borðstofuborðið koma úr Heimili og hugmyndum.
Ljósin fyrir ofan borðstofuborðið koma úr Heimili og hugmyndum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Safnar listaverkum

Í stofunni er samsafn af fallegum húsgögnum úr ólíkum áttum.

„Öll húsgögnin í stofunni eru gömul og ekki eitt einasta nýtt þar inni. Svörtu sófarnir eru úr Casa og borðið var keypt í Góða hirðinum. Hvíti stóllinn er úr IKEA og svo er restin einhver samtíningur. Ég hef lengi safnað myndum og bókum og finnst fallegt að raða því upp.“

Inni á baðherbergi eru innréttingarnar í stíl við innréttingarnar í eldhúsinu. Þar eru innréttingar úr IKEA með hurðum frá HAF STUDIO. Á gólfunum eru flísar frá flísabúðinni en blöndunartækin voru keypt á netinu hjá fyrirtækinu Lusso Stone. Spegillinn setur svo punktinn yfir i-ið en hann er úr Góða hirðinum.

Þegar Guðrún er spurð út í hjónaherbergið segir hún að það sé ekki alveg tilbúið. Þar eigi til dæmis eftir að skipta um gardínur.

„Ég er mjög ánægð með rúmfötin sem eru úr hörefni. Ég keypti þau í H&M og eftir að ég byrjaði að nota hörrúmföt vil ég ekkert annað. Mér finnst svo geggjað að sofa með þetta,“ segir hún.

Við borðstofuborðið eru stólar sem koma héðan og þaðan. Svörtu …
Við borðstofuborðið eru stólar sem koma héðan og þaðan. Svörtu stólarnir eru frá Ton og koma úr Epal. Þessir hvítu eru frá Philippe Starck. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alltaf að ganga frá

Talið berst að umgengni á heimilinu og þegar hún er spurð að því hvernig gangi að fá afkvæmin til að taka til eftir sig segir hún það ganga vel.

„Þau kunna að ganga um. Við erum með fjóra stráka og tvær stelpur og þau standa sig öll vel. Svo er ég alltaf að ganga frá og þau skilja mig stundum ekki en ég er bara þannig týpa. Svo þvæ ég þrjár þvottavélar á hverju kvöldi og finnst það ekkert mál. Ég hef alltaf verið svona,“ segir hún.

Er engin verkaskipting?

„Nei, ég bara geri þetta. Þetta er mitt heimili og ég hef aldrei getað sest fyrir framan sjónvarpið ef það á eftir að vaska upp. Ég væri til í að vera afslappaðri með þetta, en ég vil ekki rusl. Ég viðurkenni það nú alveg að það ganga allir frá eftir matinn og svona. Allir þurrka af borðunum og hjálpast að,“ segir hún.

Gróf steypa fær að njóta sín á veggjunum.
Gróf steypa fær að njóta sín á veggjunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Lét drauminn rætast eftir atvinnumissi

Guðrún starfaði á skrifstofu Icelandair-hótelanna en var sagt upp í vor vegna kórónuveirunnar. Í stað þess að sitja aðgerðalaus ákvað hún að láta gamlan draum rætast og byrja með prjónanámskeið sem hún býður upp á heima hjá sér.

„Þetta eru prjónanámskeið fyrir byrjendur en hægt er að finna allar upplýsingar á Facebook og Instagram undir nafninu Knit.by.gua. Þeir sem þekkja mig, þekkja mig sem prjónakonuna. Ég er búin að vera að prjóna síðan ég var 12 ára. Amma mín kenndi mér að prjóna, hún lét mig prjóna peysu sem var mjög illa prjónuð, en ég fylltist stolti þegar peysan var tilbúin. Ég datt reyndar aðeins út á unglingsárunum en byrjaði svo aftur að prjóna og hef verið að síðan.“

Aðspurð hvað prjónaskapurinn gefi henni segir hún að þetta sé hennar hugleiðsla og jóga.

„Það að prjóna er yndisleg stund með sjálfri mér. Ég er orðin þannig að ég get ekki horft á sjónvarp nema með prjóna. Þess vegna fer ég aldrei í bíó, get ekki verið aðgerðalaus og horft á mynd,“ segir hún og hlær.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað ertu að kenna fólki á prjónanámskeiðunum?

„Ég mun kenna allt milli himins og jarðar, allt frá byrjendaprjóni og upp í tískuprjón. Þetta er fyrir alla aldurshópa og er svolítið þannig að það geta allir lært að prjóna ef þeir hafa áhuga og það er aldrei of seint. Svo er þetta fólk á öllum aldri og út frá námskeiðunum eru komnir nokkrir saumaklúbbar. Ég ákvað að hafa námskeiðin heima til að hafa þetta persónulegra. Eftir að kórónuveiran skall á ákvað ég að spýta í lófana með þetta verkefni. Ég hugsaði þessi prjónanámskeið líka fyrir þá sem eru atvinnulausir því það er gott að hafa eitthvað að gera og fátt betra fyrir sálina en að prjóna og hugleiða.“

Á baðherberginu eru innréttingar frá IKEA með frontum frá HAF …
Á baðherberginu eru innréttingar frá IKEA með frontum frá HAF Studio. mbl.is/Kristinn Magnússon
Innréttingin er stór og myndarleg. Spegillinn var keyptur í Góða …
Innréttingin er stór og myndarleg. Spegillinn var keyptur í Góða hirðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Marmarflísarnar koma vel út á baðherberginu.
Marmarflísarnar koma vel út á baðherberginu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðrún Ólöf pantaði blöndunartækin á netinu.
Guðrún Ólöf pantaði blöndunartækin á netinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stóra verkið á veggnum er eftir Línu Rut.
Stóra verkið á veggnum er eftir Línu Rut. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Arininn er málaður með kalkmálningu.
Arininn er málaður með kalkmálningu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðrún Ólöf kann að meta fallegar bækur.
Guðrún Ólöf kann að meta fallegar bækur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stofan er notaleg. Hvíti stóllinn kemur úr IKEA en verkin …
Stofan er notaleg. Hvíti stóllinn kemur úr IKEA en verkin á veggnum koma frá ólíkum listamönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál