Telma Tómasson selur 117 milljóna ævintýrahús

Telma Tómasson fréttamaður.
Telma Tómasson fréttamaður.

Fréttamaðurinn og fjölmiðlakonan Telma Tómasson hefur sett sitt einstaka hús í Skerjafirði á sölu. Húsið er 195,3 fm að stærð og var það byggt 1929. 

Húsið er einstakt á margan hátt. Það stendur á stórri lóð og af efri hæðinni er útsýni út á sjó. Heimili Telmu er einstaklega fallegt og búið einstökum húsgögnum. 

Í eldhúsinu er nýleg innrétting þar sem hnota og hvítar sprautulakkaðar hurðir mætast. Gólfin eru vönduð og eru gluggar stíflakkaðir hvítir. Eins og sést á myndunum er húsið í algerum sérflokki. 

Af fasteignavef mbl.is: Baugatangi 5A

mbl.is