89 milljóna einbýli í Fossvogi sem þarfnast ástar

Við Undraland 2 í Fossvogi stendur 233 fm einbýli sem byggt var 1973. Húsið er á tveimur hæðum og er mjög nálægt Víkingsheimilinu. 

Eins og sést á myndunum þyrfti þetta einbýlishús á því að halda að komast í hendurnar á ástríku fólki sem gæti hlúð að því. Skipulagið á húsinu er gott og staðsetningin er góð ef fólk fílar þetta hverfi þar sem stutt er í útivistarparadís Elliðaársdalsins. 

„Seljandi hefur aldrei búið í fasteigninni og þekkir því ekki til hennar umfram það sem kemur fram í opinberum gögnum. Kaupendum er því ráðlagt að kynna sér ástand eignarinnar mjög vel,“ segir á fasteignavef mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Undraland 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál