Íbúðin úr Stellu í orlofi föl fyrir 66,9 milljónir

Íslenska kvikmyndin Stella í orlofi sló í gegn þegar hún kom út 1986 og lifa brandararnir í myndinni ennþá góðu lífi í orðaforða landsmanna. Nú getur þú eignast íbúðina úr kvikmyndinni því hún er komin á sölu. 

Um er að ræða 129,9 fm íbúð og var húsið sjálft byggt 1977. Húsið er svokallað klasahús og eru íbúðirnar mjög fjölskylduvænar. Hæðargarður í Reykjavík er tæknilega séð í hjarta Reykjavíkur þar sem stutt er í allar áttir og út á stofnbrautir. 

Þessi sögufræga íbúð er smekklega innréttuð með hvítum og svörtum innréttingum í eldhúsi og tanga og er eldhúsið opið inn í borðstofu. Eins og sést á myndunum er íbúðin vel skipulög og smekkleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál