Yfirmáta smekkleg 97,4 fm í búð við Grenimel

Við Grenimel í Reykjavík stendur afar sjarmerandi 97,4 fm íbúð á einstökum stað. Húsið sjálft var byggt 1945 og er íbúðin á fyrstu hæð. 

Stofan er búin fallegum húsgögnum og má þar sjá örlítið útskot sem gerir þetta rými sérlega fallegt. Þar er til dæmis hægt að hafa borð og stóla eins og íbúar þessarar íbúðar gera. Stofan er máluð í mildum litum sem heldur utan um heimilisfólkið. Parket er á gólfum og í íbúðinni má sjá fallega lista í kringum glugga og hurðarop. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting sem komin er til ára sinna en þó er búið að hressa hana við með nýjum borðplötum og svo kemur vel út að mála veggi í gráum tónum. 

Af fasteignavef mbl.is: Grenimelur 35

mbl.is