139 milljóna forstjóralegt einbýli á Nesinu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Fornuströnd á Seltjarnarnesi stendur afar vandað og fallegt 254,8 fm einbýlishús sem byggt var 1979. Stíllinn á húsinu er svolítið amerískur en þar má finna fulningahurðir og eldhúsinnréttingu í sama stíl. Í forstofunni er til dæmis tvöföld glerhurð og er hurðaropið sjálft bogadregið, sem skapar ákveðna stemningu. Strax í forstofunni tekur glæsileikinn við sem er svolítið forstjóralegur á köflum. 

Stórir gluggar eru í húsinu og mikil birta sem gerir rýmið í stofu og borðstofu heillandi. Í stofunni eru falleg þung húsgögn sem setja svip á rýmið. 

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi ásamt stórum bílskúr og er húsið á einni hæð sem hentar þeim sem nenna ekki að labba upp og niður tröppur allan daginn. 

Af fasteignavef mbl.is: Fornaströnd 7

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is