Húsið fallega hrátt eins og maðurinn

mbl.is

Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er með flottan smekk. Hún segir gott að eiga fallegt afrep fyrir fjölskylduna úti á landi. Ekki síst á tímum kórónuveirunnar. 

Vera Wonder er að klára fæðingarorlof með Grímu dóttur sinni. Meðfram því vinnur hún í handriti að fimm þátta sjónvarpsseríu ásamt Lindu Vilhjálm sdóttur frænku sinni. „Ég bý í vesturbæ Kópavogs með Gunnari Gylfasyni manninum mínum, eldri dóttur minni Sögu og nýjasta fjölskyldumeðlimnum Grímu sem er sjö mánaða. Hér býr líka tíkin Kolka og Oddný, næstyngsta dóttir mannsins míns, er hér reglulegur heimalningur.“

Hvað er gott heimili að þínu mati?

„Gott heimili er staður sem maður vill vera á. Það er ekkert betra en að langa til þess að vera heima hjá sér. Ég hef búið á stöðum sem mig langar bara alls ekki að koma heim í. Þetta er allt spurning um andrúmsloft og að þar sé fólk sem manni líður vel með. Ekki skemmir fyrir ef það er pláss fyrir alla og sæmilega hreint. Mér finnst gaman að gera kósí og er ansi heimakær þessa dagana.“

Áttu þér uppáhaldshönnuð?

„Ég þekki aðallega leikmyndahönnuði og þeirra verk. Ég hef verið hrifin af því sem Heimir Sverrisson og Hálfdán Pedersen hafa verið að gera innanhúss hér heima. Ég myndi kalla það „fágaðan hráleika“ sem ég er hrifin af. Svipað því sem Gunnar maðurinn minn hefur verið að gera í húsinu okkar fyrir austan. Ég er voða lítið fyrir pjatt. Ég myndi samt aldrei fúlsa við að búa í húsi eftir Högnu Sigurðardóttur. Þau eldast sérlega vel. Hún notaði aðallega náttúruleg efni og sýndi mikla dirfsku í verkum sínum á starfsævi sinni. Þrátt fyrir frumleika sinn hafa verk Högnu elst stórkostlega vel. Frönsku áhrifin og formin heilla mig alltaf.“

Sumarhúsið notað í frístundum

„Fyrir rúmum þremur árum fann Gunnar þennan yndislega stað fyrir austan í Laugarási, Bláskógabyggð. Hann fjárfesti í grunni þar sem hægt var að sjá yfir Skálholt og sveitina og hefur unnið þar baki brotnu við að smíða og hanna þetta fallega hús. Hann á heiðurinn af öllu sem hér má sjá enda hefur hann sérlega gott auga og er afar laghentur.“

Hvernig notið þið þetta hús?

„Við notum það aðallega um helgar og þegar við eigum frí. Þarna er góður andi og gott er að hvíla sig á þessum rólega stað. Ég sé fyrir mér að nota það við skriftir í framtíðinni. Í síðasta mánuði lánuðum við húsið vinkonu okkar frá Bretlandi sem nýlega hlaut BAFTA-verðlaun fyrir handritsskrif sín. Ég get ekki ímyndað mér annað en að hún hafi skilið einhvern innblástur eftir í húsinu fyrir mig.“

Athvarf frá kórónuveirunni

Er gott að eiga afdrep fjarri miðborginni?

„Við byrjuðum að nota húsið í mars um leið og það var tilbúið og ég hef eytt ómældum tíma þar síðan. Ég notaði það mikið sem athvarf frá kórónuveirunni með stelpurnar mínar. Ég slökkti á fréttum og við höfðum það náðugt. Við fjölskyldan munum nota það mikið. Þó að Reykjavík sé ekki stórborg þá er ekkert sem toppar að komast út í náttúruna á Íslandi. Það sem ég held mest upp á í Laugarási er að það er hægt að ganga niður að gróðurhúsunum og kaupa sér nýtt grænmeti hvenær sem er. Þetta er fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem jarðhitavatn var notað til húshitunar. Við skiljum peninga eftir í litlum póstkassa og tökum það sem þarf af grænmeti og kryddjurtum. Það er viss rómantík í því.“

Hvað einkennir stílinn inni í húsinu?

„Ég myndi segja að stíllinn væri frekar mínimalískur. Samt er þarna sterkur karakter. Svolítið eins og maðurinn minn; fallegur og náttúrulega hrár.“

mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »