Einstök Sigvalda-íbúð með gufubaði inn af hjónaherberginu

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Tómasarhaga í Vesturbænum stendur einstök 212 fm útsýnisíbúð sem hönnuð var af Sigvalda Thordarsyni. Húsið sjálft var byggt 1958 og er íbúðin staðsett á annarri hæð og í risi.  

Eldhúsið og stofan flæða vel saman en í eldhúsinu eru tvær steyptar eyjur og stórt eldhús. Eldhúsinnréttingin sjálf er hvít sprautulökkuð og setja steyptu borðplöturnar svip sinn á eldhúsið. Þar er gott vinnupláss og mikið skápapláss. Úr íbúðinni er stórbrotið útsýni yfir Faxaflóa. Út frá rýminu eru svalir sem snúa í suður.

Í risinu er rúmgóð setustofa og skrifstofuaðstaða, stórt hjónaherbergi með baðherbergi, baðkari, sturtu og gufubaði. 

Eins og sést á myndunum hefur verið nostrað við þessa íbúð enda mikið endurnýjuð á síðustu árum. 

Af fasteignavef mbl.is: Tómasarhagi 25

mbl.is