Páll keypti truflað einbýli á Nesinu

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og eiginkona hans, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir listamaður, festu kaup á einbýli við Látraströnd 15 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 254,1 fm hús sem byggt var 1977.

Húsið er því 43 ára gamalt en hefur fengið mikla yfirhalningu. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu, gólfefni og fleira og er útkoman stórglæsileg eins og sást í umfjöllun Smartlands um húsið fyrr á þessu ári. 

Áður bjuggu Páll og Ólöf í miðbæ Reykjavíkur og fjallaði Smartland um söluna á íbúðinni. 

Allt þetta ár hefur mætt mikið á Páli í vinnu sinni sem forstjóri Landspítalans og því hefur líklega aldrei verið mikilvægara að eiga skjól á heimavelli. Eins og myndirnar sýna ætti það að takast ágætlega enda fátt sem truflar fegurðarskynið í þessu fallega húsi á Seltjarnarnesi. 

Eldhúsið í húsinu við Látraströnd er afar fallegt. Framan á …
Eldhúsið í húsinu við Látraströnd er afar fallegt. Framan á eyjunni er klæðning en marmarinn á borðplötunni kemur frá Fígaró. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhústanganum er lokað með marmaraklæðiningu úr Fígaró.
Eldhústanganum er lokað með marmaraklæðiningu úr Fígaró. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is