Auðunn Blöndal keypti raðhús í Fossvogi

Auðunn Blöndal með soninn Theódór.
Auðunn Blöndal með soninn Theódór.

Sjónvarpsstjarnan og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal hefur fest kaup á raðhúsi í Fossvogi. Húsið er 228 fm að stærð og var byggt 1971. Húsið hefur verið endurnýjað töluvert. 

Auðunn bjó áður á öðrum stað í Fossvoginum eins og Smartland greindi frá á dögunum en íbúðin fór á sölu í september.  

Það mun ekki væsa um Auðun og Rakel Þormarsdóttur, unnustu hans, en þau greindu frá því á dögunum að þau ættu von á öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Theódór sem er nýlega orðinn ársgamall. 

Svona var húsinu lýst þegar það var auglýst til sölu 2005. 

mbl.is