Öllu tjaldað til síðustu jólin í Hvíta húsinu

Melania Trump við borðskreytingu í Hvíta húsinu.
Melania Trump við borðskreytingu í Hvíta húsinu. Ljósmynd/Hvíta húsið

Forsetafrú Bandaríkjanna tjaldaði öllu til þegar hún skreytti Hvíta húsið í síðasta skipti. Þema ársins var fallega Ameríka. Forsetafrúin birti myndir og myndband af skreytingunum á samfélagsmiðlum í dag. 

Rautt en hóflegt þema.
Rautt en hóflegt þema. Ljósmynd/Hvíta húsið
Bjart og fallegt.
Bjart og fallegt. Ljósmynd/Hvíta húsið

Sjálfboðaliðar víðsvegar að hjálpuðu forsetafrúnni að skreyta en alls voru 62 jólatré notuð. Frú Trump fór varlega þessi jólin og í fyrstu virðast skreytingarnar ansi settlegar. Trump hefur stundum verið gagnrýnd fyrir undarlegar skreytingar. Skemmst er að minnast skreytinga frá árinu 2017. 

Uppörvandi skilaboð á jólakransi í Hvíta húsinu.
Uppörvandi skilaboð á jólakransi í Hvíta húsinu. Ljósmynd/Hvíta húsið
Hér má sjá Melaniu Trump og skemmtileg tré.
Hér má sjá Melaniu Trump og skemmtileg tré. Ljósmynd/Hvíta húsið
Stórar kúlur og stórir borðar.
Stórar kúlur og stórir borðar. Ljósmynd/Hvíta húsið


„Saman fögnum við þessu landi sem við erum svo stolt af að kalla heimili okkar,“ skrifaði Melania þegar hún lýsti þema ársins. mbl.is