Fáðu sterkari píku með Píkusporti

Svanlaug ætlar að leysa grindabotnsvanda íslenskra kvenna.
Svanlaug ætlar að leysa grindabotnsvanda íslenskra kvenna. Ljósmynd/Eydís Eyjólfsdóttir

Svanlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri OsteoStrong segir að með smávegis húmor sé hægt að breyta umræðunni um grindabotninn í innileg og skemmtileg samskipti.

Hún og eiginmaður hennar selja nú Grindarbotnsþjálfann í gegnum heimasíðuna Píkusport

„Grindarbotnsþjálfinn er hannaður í París í samtarfi við þeirra færustu sjúkraþjálfara sem sérhæfa sig í vandamálum í grindarholinu. Við erum svo sannfærð um ágæti hans að það er 100 daga skilafrestur á honum. 

Við köllum heimasíðuna Píkusport.is. Þegar fólk les það þá fara allir að brosa, sumir að hlægja og sumir roðna pínulítið líka. En af því að allir eru orðnir léttir, þá er hægt að tala um eitthvað jafn þungt og erfitt eins og þvagleka og legsig. Þó að við séum að byrja þá hefur strax orðið svo skemmtileg umræða og grundvöllur til að tala um eitthvað sem annars hefur ekki verið rætt svo mikið.

Grindarbotnsþjálfinn hefur þá sérstöðu að hann er tengdur við app í símanum. Lítill stautur er settur í leggöngin og hann tengist með blue tooth við tölvuleik í símanum. Stauturinn nemur hvað vöðvarnir „kreista mörg grömm“ og gefur manni endurgjöf á allar æfingar um leið. Það er auðveldara að „nenna“ æfingunum og af því maður fær stöðuga endurgjöf og skilning á því hvað er betra, sterkara og snarpara þá fer manni svo hratt fram.“

Það þarf ekki að vera leiðinlegt að æfa grindabotninn.
Það þarf ekki að vera leiðinlegt að æfa grindabotninn.

Hvar rakstu á þessa hugmynd fyrst?

„Þegar við vorum að opna OsteoStrong á Íslandi og ég var að segja fólki frá því að við ætluðum að hjálpa meðlimum okkar að verða mjög sterkt á bara tíu mínútum, einu sinni í viku, þá kom það mér svo á óvart hvað margar konur á öllum aldri spurðu strax: En hvað getur þú gert í sambandi við grindarbotninn á mér?

Þetta virtust vera konur óháð aldri og óháð hversu „fit“ þær voru sem kom mér á óvart.

Aðalvandamálið byrjar yfirleitt við barneignir og getur bæði skánað en líka ýkst eftir það. Við erum með einfalda leið í OsteoStrong sem hjálpar en yfir þessi tvö ár sem við erum búin að vera í rekstri þá komst ég að því hvað þetta er bara miklu stærra vandamál en ég hefði trúað áður.

Að geta ekki farið á trampólín með krökkunum eða sippað í crossfit vegna möguleika á þvagleka er glatað. Að finna fyrir verkjum í kynlífi er ömurlegt en svo bara hreinlega vissi ég það ekki að konur aðeins eldri en ég eru margar að upplifa legsig eða blöðrusig sem í sinni verstu mynd lýsir sér þannig að líffærin hreinlega lafa út um leggöngin og það þarf aðgerð til þess að hengja þau upp, sem stundum lagar þvagleka, en stundum alls ekki.

Ég er búin að vera að leita að vöru sem gæti hjálpað og verið þýðingarmikil og hélt að ég þyrfti að fara láta búa hana til sjálf, mér fannst allt eitthvað svo marklaust. Þá loksins fann ég Grindarbotnsþjálfann og hann var fyndinn, skemmtilegur, nákvæmur og ég gat loksins séð nákvæmlega hvað grindarbotninn var að gera. Allt í einu skildi ég allt upp á nýtt! Fékk allt aðra tengingu við grindarbotninn fann í fyrsta skipti fyrir alvöru árangri.“

Skiptir miklu máli að vera með grindarbotninn í lagi?

„Já, miklu meiri máli en ég hefði trúað fyrir bara tveimur árum. Ég man fyrst eftir að leikfimikennarinn í Menntaskólanum í Reykjavík talaði um þessa vöðva og svo í kringum barneignir þá passa heilbrigðisstarfmenn mjög upp á að minna konur á grindarbotnsæfingar. En hversu rosalega stórt og alvarlegt vandamálið er og hversu margar konur glíma við vandamál út af þeim vissi ég ekki. Þetta getur verið svo margvíslegt. Þvagleki sem er annað hvort áreynsluleki eða ofvirk þvagblaðra. Legsig, blöðrusig eða jafnvel endaþarmssig sem getur meðal annars haft í för með sér verki, blæðingar og hægðartregðu. Oft vita líka ekki konur að þetta ferli sé hafið og þaðan af síður hvað eigi að gera í því. Síðast en ekki síst getur þetta valdið verkjum í kynlífi eða bara áhugaleysi á kynlífi sem getur verið mjög leiðinlegt fyrir innilegt samlíf.“

Hefurðu notað appið sjálf?

„Já ég myndi aldrei hafa fyrir því að tala fyrir einhverju sem ég væri ekki búin að prófa sjálf og sjá þýðingamikinn árangur. Þetta var ekki mikið vandamál hjá mér en allar konur og sérstaklega þær sem hafa eignast börn þurfa að huga að grindarbotnsvöðvunum. Mér sjálfri fannst ég fá algerlega nýja tengingu við grindarbotninn og glænýjan skilning á því hvernig vöðvarnir virka. Eftir að nota appið þá veit ég að ég var með aðeins ofvirka þvagblöðru sem þýddi fyrir mig að þegar að ég var að fara að sofa þá hélt ég kannski að ég þyrfti að fara á klósettið þegar ég þurfti þess ekki. Maður svarar spurningum í appinu sem fylgir Grindarbotnsþjálfanum sem að býr svo til æfingakerfi fyrir mann. Fyrir mig beindust því æfingarnar sérstaklega að því að þjálfa hægu vöðvaþræðina í grindarbotninum. Ég var ekki búin að taka eftir því að þetta var ekki eins og ég var fyrir barneignir en nú er ég önnur. Mér fannst skemmtilegt hvernig ég fann líka strax mun inni í svefnherberginu og það sem kom mér kannski mest á óvart var hvernig þetta hafði áhrif á það hvernig ég gekk eða líkamsstöðuna. Það var svo allt í einu Ó! – á að gera þetta svona!“

Smart tæki sem kemur grindabotninum í lag.
Smart tæki sem kemur grindabotninum í lag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál