Kemur þú auga á kúkinn á Ránargötu?

Á myndinni leynist kúkur.
Á myndinni leynist kúkur. Ljósmynd/Eignamyndir

Á Ránargötu 14 er til sölu þriggja herbergja íbúð. Íbúðin er snotur en þegar betur er að gáð má sjá spaugilegan aðskotahlut á myndum í fasteignaauglýsingunni. Myndirnar verða að teljast ákveðin nýbreytni í gerð fasteignaauglýsinga. 

Á öllum myndum sem teknar eru innandyra er að finna lítinn kúk með andlit. Það er miserfitt að finna kúkinn; á sumum myndum blasir hann við en aðrar myndir þarf að skoða vandlega. Leitin að kúknum á myndunum er ágætis afþreying á aðventunni. 

Kemur þú auga á kúkinn?

Af fasteignavef mbl.is: Ránargata 14 

Ljósmynd/Eignamyndir
Ljósmynd/Eignamyndir
Ljósmynd/Eignamyndir
Ljósmynd/Eignamyndir
Ljósmynd/Eignamyndir
Ljósmynd/Eignamyndir
Ljósmynd/Eignamyndir
mbl.is