Fræga fólkið flykkist til Harrys og Meghan

Stjörnurnar flykkjast til Montecito.
Stjörnurnar flykkjast til Montecito. AFP

Þótt Harry Bretaprins og Archie sonur hans séu ef til vill einu konungbornu íbúar í hverfinu sínu í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum eru þau fjölskyldan langt frá því að vera einu stórstjörnurnar þar.

Sjónvarpsstjarnan Ellen DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi festu nýlega kaup á húsi í hverfinu. Húsið keyptu þær af grínistanum Dennis Miller og eiginkonu hans Carolyn Espley-Miller í september. Húsið var ekki opinberlega á sölu en þær DeGeneres og de Rossi náðu samt sem áður að kaupa það. 

Portia de Rossi og Ellen DeGeneres eru nýjustu nágrannar Harry …
Portia de Rossi og Ellen DeGeneres eru nýjustu nágrannar Harry og Meghan. AFP

Húsið þykir einstaklega fallegt en það er í suðurafrískum stíl og með „hlöðu“ hannaðri af arkitektinum Tom Kundig. Það þykir svo fallegt að fjallað var um það í House Beautiful árið 2010. 

DeGeneres og de Rossi seldu hús sitt í austurhluta Montecito í byrjun nóvember. Ásett verð var 40 milljónir bandaríkjadala en húsið seldist þó aðeins fyrir 33,3 milljónir. Ekki hefur verið greint frá hver keypti heimili þeirra.

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex festu kaup á húsi í Montecito í sumar. Síðan þá hafa stjörnuhjónin Katy Perry og Orlando Bloom einnig flutt í hverfið.

Katy Perry og Orlando Bloom fluttu til Montecito í haust.
Katy Perry og Orlando Bloom fluttu til Montecito í haust. AFP
mbl.is