Tanja Ýr og Egill leigja út íbúðina í 101

Egill og Tanja Ýr leita að góðum leigjendum.
Egill og Tanja Ýr leita að góðum leigjendum. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir og unnusti hennar Egill Halldórsson auglýsa nú eftir leigjendum að íbúð sinni í póstnúmeri 101. Leita þau að langtímaleigjendum frá janúar en Egill segir í samtali við mbl.is að draumurinn sé að fara á flakk um heiminn ef góður leigjandi finnst. 

Um er að ræða gullfallega íbúð niðri í miðbæ en hún telur alls 75 fermetra og í henni er eitt svefnherbergi. Öll húsgögn og raftæki fylgja með en leigan hljóðar upp á 235 þúsund á mánuði. Innifalið í því er hiti, rafmagn og hússjóður. 

Tanja og Egill hafa komið sér vel fyrir í þessari fallegu íbúð en í stofunni má meðal annars finna gullfallegt bleikt sófasett. 

Tanja Ýr rekur fyrirtækin Tanja Yr Cosmetics og var að koma á laggirnar fyrirtækinu Glamista Hair. Egill er annar eigandi Gorilla vöruhúss og Wake Up Reykjavík. 

Áhugamál þeirra beggja eru ferðalög og hafa þau verið dugleg að ferðast í gegnum árin. Á þessu ári hafa þau þó ekki náð að ferðast mikið til útlanda vegna kórónuveirunnar en voru í staðinn gríðarlega dugleg að ferðast um Ísland. Í viðtali í júlí sagði Egill frá því að þau hefðu farið allar helgar úr bænum frá því í apríl. 

Ljósmynd/Facebook
Ljósmynd/Facebook
Ljósmynd/Facebook
Ljósmynd/Facebook
mbl.is