Viltu búa í bestu blokk í heimi?

Blokkin er sögð sú besta í heimi.
Blokkin er sögð sú besta í heimi. Ljósmynd/Heimili Fasteignasala

Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta, og eiginkona hans, Vera Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi Vinnueftirlitsins, hafa sett 113 fermetra íbúð sína í Eskihlíð 10a á sölu. Íbúðin er einstaklega falleg fimm herbergja íbúð á þriðju hæð í fallegu og vel viðhöldnu fjölbýli í Eskihlíð 10a.

Blokkin við Eskihlíð 10 og 10a er sennilega orðin ein frægasta blokk landsins og hefur stundum verið kölluð besta blokk í heimi. Einstakt samfélag hefur myndast hjá íbúum. Húsfélagið stendur reglulega fyrir pöbbkvissi á milli íbúa, undir stjórn Stefáns Pálssonar sagnfræðings, sem er jafnframt formaður húsfélagsins.

Húsfélagsfundir þykja með eindæmum skemmtilegir – svo skemmtilegir að börnin í blokkinni stofnuðu sitt eigið húsfélag. Þá söng Gissur Páll Gissurarson tenór fyrir íbúa blokkarinnar af svölunum sínum í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að hætti Ítala. Eins var bílaplanið rafvætt í sumar.

Íbúðin er einstaklega falleg fimm herbergja íbúð á þriðju hæð í fallegu og vel viðhöldnu fjölbýli. Húsið er steinsteypt íbúðarhús, fjórar hæðir, kjallari og ris og er séreignin skráð 112,6 fermetrar að stærð, þar af íbúðarrými 105,8 fermetrar og sérgeymsla í kjallara 6,8 fermetrar. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Möguleiki er á að útbúa fjórða svefnherbergið þar sem í dag er borðstofa eignar.

Af fasteignavef mbl.is: Eskihlíð 10A

Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
Ljósmynd/Heimili Fasteignasala
mbl.is