Kvikumaður kaupir höll Ara og Gyðu

Ragnar Páll Dyer hefur fest kaup á einbýlishúsi við Einilund …
Ragnar Páll Dyer hefur fest kaup á einbýlishúsi við Einilund 10 í Garðabæ.

Kvikustarfsmaðurinn Ragnar Páll Dyer hefur fest kaup á einbýlishúsi nokkru í Garðabæ. Húsið var áður í eigu Ara Edwald forstjóra Mjólkursamsölunnar og Gyðu Dan Johansen. Húsið við Einilund er afar glæsilegt með marmaraflísum á gólfi og dökkum innréttingum í eldhúsi og baðherbergi. Sjónsteypa er áberandi í húsinu og gefur því mikinn svip. 

Ragnar Páll hefur verið farsæll í starfi hjá Kviku banka og er nú framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs. Hann var áður framkvæmdastjóri Júpíters. 

Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan mun ekki fara illa um Ragnar Pál og fjölskyldu hans í þessu heillandi húsi.

Eldhúsið í húsinu við Einilund er afar fallegt með dökkum …
Eldhúsið í húsinu við Einilund er afar fallegt með dökkum innréttingum, stórri eyju og fallegri lýsingu.
Hér má sjá hvernig eitt af baðherbergjum hússins er innréttað.
Hér má sjá hvernig eitt af baðherbergjum hússins er innréttað.
Hér sést hvernig speglar geta gert rými falleg.
Hér sést hvernig speglar geta gert rými falleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál