Elísa leggur mikinn metnað í jólaborðið

Elísa Ólöf Guðmundsdóttir.
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómahönnuður og eigandi blómaverslunarinnar 4 árstíða, segir að hún leggi sig fram um að vera glöð, þakklát og bjartsýn á þessum erfiðu og skrítnu tímum.

„Við erum á leið inn í yndislegan tíma aðventunnar þar sem við ætlum að njóta saman á fallega skreyttum heimilum og gera vel við okkur. Það er alltaf best að mínu mati.

Við hjá 4 árstíðum flytjum sjálf inn afskorin blóm og pottaplöntur í bland við íslenska framleiðslu og leggjum mikið upp úr því að vera með fallegt og öðruvísi úrval blóma þar sem tegundir og litir er valið í takt við hvern árstíma.“

Elísa segir tískuna í blómum í dag vera villt blanda blóma með exótískum stórum blómum.

„Uppröðun og flæði verður þannig skemmtilega frjálslegt og vöndurinn falleg hönnun.“

Elísa segir túlípana alltaf vinsæl jólablóm en hún bendir á fleiri blóm sem eru falleg á þessum árstíma.

„Vinsæl jólablóm eru protea, amarylis, helleborus, skimma, flamingo eða anthurium. Afskornar greinar og öðruvísi greni er einnig fallegt. Sem dæmi má nefna cryptomeria, thuja, silkifura og svo auðvitað laukblómin; túlípanar, hiasintur, animonur og ranaculus.“

Alltaf með stórt jólatré heima

Heima hjá Elísu er stórt og fallegt jólatré um jólin.

„Við erum enn þá með stórt jólatré og þarf að mínu mati að velja það vel. Ég hef alltaf verið ákveðin með það. Ég vil hafa það hátt og grannt nóbilisgreni. Ekki of þétt og með svolítið bústnar greinar.

Við setjum tréð alltaf upp sjö til tíu dögum fyrir jól. Ég byrja á að skreyta það létt og bæti svo í hátíðleikann þegar nær dregur. Í dag er ég aðallega með mattar kúlur á trénu, glerkúlur og flauel og skrautlega páfugla. Litirnir í jólaskrautinu eru gull, kopar og grænir tónar.

Svo eru alltaf nokkrir vasar af fallegum blómum og greinum ilmandi um húsið. Kertaljós og kósýheit skipta öllu máli á mínu heimili.“

Þegar kemur að góðum aðfangadegi segir hún hann vera í faðmi fjölskyldunnar.

„Það er ekkert betra en að njóta saman og að upplifa hamingjuna í gegnum barnabörnin. Ég er þakklát fyrir stundirnar með fjölskyldunni um jólin.“

Kaupir gjafirnar á Íslandi

Blóm geta verið einstaklega falleg á kökur og með mat.

„Ég skreyti kökur og mat með blómum allan ársins hring og rækta sérstaklega blómategundir til þess. Það er svo fallegt og gerir allt svo glaðlegt og girnilegt.

Ég elska hátíðarilminn frá Geysi og kaupi hann alltaf fyrir jólin.“

Þegar kemur að jólagjafainnkaupum þá eru þau vanalega gerð á Íslandi fyrir jólin.

„Jólagjafainnkaupin eru oftast gerð í verslunum hér heima í okkar fallegu sérbúðum þar sem boðið er upp á íslenska hönnun, eitthvað notaleg og svo kaupi ég alltaf bækur í jólagjafir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál