Stjörnupoppshjónin selja glæsihús

Sigurjón Dagbjartsson og Hildur Björk Guðmundsdóttir.
Sigurjón Dagbjartsson og Hildur Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurjón Dagbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu sem framleiðir Stjörnupopp og eiginkona hans, Hildur Björk Guðmundsdóttir, hafa sett sitt glæsilega hús á Álftanesi á sölu. Úr húsinu er útsýni yfir Bessastaði. 

Um er að ræða 226 fm einbýlishús sem byggt var 2005. Húsið er afar vel staðsett fyrir náttúrubörn þessa heims. Stutt er í gönguleiðir meðfram sjónum, í Álftaneslaugina, á Álftaneskaffi og Bitakot. 

Náttúruflísar eru á gólfinu og er eldhús og stofa í sameiginlegu rými. Í eldhúsinu er hvít innrétting sem er sprautulökkuð og í sveitastíl. Eins og sést á myndunum er húsið vel staðsett með óspillta náttúru fyrir utan gluggann.

Af fasteignavef mbl.is: Fálkastígur 7

mbl.is