Fyrirliði Þróttar keypti hús sem þarfnaðist ástar

Daði Bergsson.
Daði Bergsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Daði Bergsson, pípari og fyrirliði Þróttar í fótbolta, og unnusta hans, Stefanía Eir Einarsdóttir, sem er með BA í geislafræði, hafa fest kaup á einbýlishúsi nokkru sem stendur við Undraland 2 í Fossvogi. Fréttablaðið greinir frá því. Húsið komst í fréttir á síðasta ári þegar Smartland sagði frá því að húsið væri komið á sölu og þarfnaðist ástar. 

Daði segist hafa lesið um húsið í fjölmiðlum sem gerði það að verkum að það varð þeirra. 

„Ég varð var við greinarnar og kom þannig auga á húsið,“ segir Daði í samtali við Fréttablaðið. Þar kemur fram að Daði og Stefanía séu búin að láta mála húsið að utan og að framkvæmdir standi nú yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál