Fyrirliði Þróttar keypti hús sem þarfnaðist ástar

Daði Bergsson.
Daði Bergsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Daði Bergsson, pípari og fyrirliði Þróttar í fótbolta, og unnusta hans, Stefanía Eir Einarsdóttir, sem er með BA í geislafræði, hafa fest kaup á einbýlishúsi nokkru sem stendur við Undraland 2 í Fossvogi. Fréttablaðið greinir frá því. Húsið komst í fréttir á síðasta ári þegar Smartland sagði frá því að húsið væri komið á sölu og þarfnaðist ástar. 

Daði segist hafa lesið um húsið í fjölmiðlum sem gerði það að verkum að það varð þeirra. 

„Ég varð var við greinarnar og kom þannig auga á húsið,“ segir Daði í samtali við Fréttablaðið. Þar kemur fram að Daði og Stefanía séu búin að láta mála húsið að utan og að framkvæmdir standi nú yfir.

mbl.is