Robyn Donaldson er mikill sérfræðingur þegar innanhússhönnun er annars vegar. Hún stofnaði bloggsíðuna All up in my space og hefur vakið mikla athygli fyrir frumlegt heimili sitt á Instagram. Hún gaf Forbes-tímaritinu nokkur góð ráð um heimilið:
Vertu viss um að heimilið sé fullt af hlutum sem fá þig til að brosa, t.d. mynd af borginni sem þú elskar og svo framvegis.
Þegar ég vil hressa mig við dekra ég við öll skynfæri. Ég umvef mig mjög mjúkum teppum og leggst á þykka og stóra púða.
Það er sannreynt að litir bæta skapið. Ekki vera hrædd við að mála veggina sterkum litum.
Það getur gert kraftaverk eftir langan vinnudag að dempa ljósin og kveikja á góðu ilmkerti.
Hvort sem það er skjávarpi fyrir bíómyndakvöld eða borðspil, passaðu að það sé eitthvað til á heimilinu sem flytur þig út úr hinu hversdagslega.