Er þetta bleikasta heimili heims?

Heimili Gemmu Markland er fallega bleikt á litinn og hefur …
Heimili Gemmu Markland er fallega bleikt á litinn og hefur vakið mikla athygli. Skjáskot/Instagram

Gemma Markland er þrítug viðskiptakona sem á eflaust eitt bleikasta heimili heims. Hún varði miklum tíma og fjármunum í að finna bleik og gyllt húsgögn og innréttingar fyrir nýtt heimili sitt í Wigan á Englandi. Það liðu aðeins tveir tímar frá því hún fékk húsið afhent þar til hún hóf að mála það bleikt að innan og nú er hún búin að koma sér vel fyrir í bleika húsinu sínu sem hún deilir með eiginmanni og tíu ára dóttur.

„Ég hef örugglega eytt um 50 þúsund pundum í að gera heimilið bleikt að innan. Ég reyni að spara eins og ég get og geri eins mikið sjálf og mögulegt er. Maðurinn minn hlær að mér því ég er alltaf tilbúin til þess að verja miklum peningum í húsgagn sem er í alveg rétta bleika litnum en neita að borga einhverjum til þess að veggfóðra.

Enginn skilur hvernig ég fæ manninn minn til þess að búa þar sem allt er bleikt en hann er ánægður og finnst þetta flott. Það tók marga mánuði að byggja upp safn af bleikum hlutum en það var vel þess virði. Stundum féll ég fyrir hlut sem var ekki í réttum lit og þá bara sprautulakkaði ég hann bleikan,“ segir Markland en hægt er að fylgjast með henni á instagram undir heitinu The Markland Home.

Útidyrahurðin er fagurbleik á litinn.
Útidyrahurðin er fagurbleik á litinn. Skjáskot/Instagram
Hjónaherbergið er fallegt.
Hjónaherbergið er fallegt. Skjáskot/Instagram
Hugað er að hverju smáatriði.
Hugað er að hverju smáatriði. Skjáskot/Instagram
Inn af eldhúsinu er fallegt þvottahús sem einnig er í …
Inn af eldhúsinu er fallegt þvottahús sem einnig er í bleikum tónum. Skjáskot/Instagram
Með réttum fylgihlutum er hægt að skapa góða stemmingu og …
Með réttum fylgihlutum er hægt að skapa góða stemmingu og fylgja eftir litapallettu heimilisins þannig að myndist rauður þráður og gott flæði. Skjáskot/Instagram
Herbergi tíu ára dótturinnar er bleikt og fallegt í stíl …
Herbergi tíu ára dótturinnar er bleikt og fallegt í stíl við heimilið. Skjáskot/Instagram
Snyrtiaðstaðan er til fyrirmyndar.
Snyrtiaðstaðan er til fyrirmyndar. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál