Mismunurinn gerir hönnunina flókna

Töluverður stærðarmunur er á Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Kelsey Henson.
Töluverður stærðarmunur er á Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Kelsey Henson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það geta ýmiss vandræði komið upp þegar mikill stærðarmunur er á hjónum, til dæmis við hönnun heimilisins. Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson er rúmlega tveir metrar á hæð en eiginkona hans Kelsey Henson tæpir 160 sentímetrar. Á dögunum gerði Kelsey grín á Instagram að heimili og stærðarmun þeirra hjóna. 

Á Wikipedia kemur fram að Hafþór Júlíus sé 206 sentímetrar. Þegar leitað er að hæð hinnar kanadísku Kelsey kemur fram að hún sé 157 sentímetrar eða tæpum 50 sentímetrum lægri en Hafþór Júlíus. 

Kelsey birti speglasjálfu þar sem lítið sem ekkert sást í hana. „Þú veist að heimilisfólkið er hávaxið þegar ...“ skrifaði Kelsey en aðeins sást í enni hennar í speglinum.

Kemur þú auga á einhvern í speglinum.
Kemur þú auga á einhvern í speglinum. Skjáskot/Instagram

„Önnur vísbending um hávaxið heimilisfólk,“ skrifaði Kelsey og gerði tilraun til þess að teygja sig í örbylgjuofn fyrir ofan ísskáp.

Skjáskot/Instagram
mbl.is