Eyða milljónum í nýtt baðherbergi handa frú Biden

Jill og Joe Biden verða næstu forsetahjón Bandaríkjanna.
Jill og Joe Biden verða næstu forsetahjón Bandaríkjanna. AFP

Nú styttist óðum í flutninga verðandi forsetahjónanna Joes og Jill Biden í Hvíta húsið. Koma þeirra hefur verið undirbúin í nokkrar vikur en verið er að gera upp skrifstofu forsetafrúarinnar í austurálmu hússins. Samkvæmt reikningum sem TMZ hefur undir höndum fær forsetafrúin nýtt baðherbergi upp á 152 milljónir íslenskra króna. 

Stefnt er að því að framkvæmdunum við nýja baðherbergið ljúki um miðjan maí á þessu ári og því þarf frú Biden að bíða í nokkra mánuði eftir því. 

Ekki er vitað í hverju framkvæmdirnar felast nákvæmlega en töluvert hlýtur að ganga á fyrir verkefni sem kostar svo mikið. 

Áður en Biden-hjónin flytja inn í Hvíta húsið verður það þrifið hátt og lágt og hljóðar reikningurinn fyrir djúphreinsun upp á rúmar 16 milljónir íslenskra króna.

Hvíta húsið verður djúphreinsað fyrir komu Biden hjónanna.
Hvíta húsið verður djúphreinsað fyrir komu Biden hjónanna. KAREN BLEIER
mbl.is