Ein fegursta íbúðin við Ægisíðu komin á sölu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Ægisíðu í Reykjavík stendur afar falleg 102,8 fm íbúð á besta stað með útsýni út á Atlantshaf. Húsið sjálft var byggt 1952 og setja franskir gluggar svip á íbúðina. 

Þegar inn er komið tekur við gott skipulag. Eldhús og borðstofa eru í sama rými og er innréttingin lökkuð í grængráum tón í stíl við veggina. Í þessu rými eru gluggar í tvær áttir og rýmið opið og bjart. Fallegt borðstofuborð prýðir borðstofuna ásamt stólum í sama stíl. 

Baðherbergið er nýlega uppgert í anda hússins og fá fallegar flísar að njóta sín í þessu rými. Baðkar og sturta eru á baðinu og setur bleikur litur svip sinn á þetta herbergi en veggir í fremri helmingi baðherbergisins eru málaðir í bleikum tón sem skapar hlýleika og ró. 

Eins og sést á myndunum er húsögnum, húsmunum og listaverkum raðað upp af einstöku næmi fyrir fegurð. Gömul húsögn mæta nýjum og er umhverfið lýst upp með einstökum lömpum og ljósum eftir þekktustu hönnuði heims. 

Af fasteignavef mbl.is: Ægisíða 76

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is