Heitasta heimilistískan árið 2021

Heimilistískan 2021 eru undir áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Heimilistískan 2021 eru undir áhrifum kórónuveirufaraldursins. Ljósmynd/Colourbox.dk

Kórónuveirufaraldurinn hefur áhrif á nýja strauma í innanhússhönnun og heimilistísku. Flestir dvöldu meira heima hjá sér í fyrra og má sjá merki um það í heimilistískuspá Elle Decor. Hönnuðir telja að mikil áhersla verði lögð á að hægt sé að njóta þess að vera heima. 

Notalegheit

Því er spáð að fólk beini sjónum frá húsgögnum sem voru í tísku um miðja síðustu öld og að stíl sem er notalegri og afslappaðri. Í stofum verður vinsælla að vera með fleiri húsgögn og þægilegri. Einnig verður vinsælla að stilla upp einstökum gömlum munum í stofum og á ganginum. 

Fleiri sæti

Fólk á eftir að leggja áherslu á að stofan sé þægileg og nýtist vel. Lestraraðstaða, spilaborð og þægileg sæti verða áberandi. Útgangspunkturinn er að allir í fjölskyldunni geti komið saman í einu rými án þess að vera að gera það sama. 

Mínímalískur lúxus

Næsta æði í heimilistískunni er mínímalískur lúxus. Náttúrulegur efniviður á borð við marmara og viðartegundir skapa ákveðna ró sem er mikil þörf fyrir þegar fólk vinnur og lærir heima hjá sér. 

Sterkir litir í bland við hlutlausari

Náttúrulegir litir eru alltaf vinsælir. Hins vegar verða sterkir og áberandi litir vinsælir á nýju ári. Grænn verður til dæmis vinsæll sem og dökkur viður og bast.

Uppröðun á minni hlutum fær meira vægi

Í stofum verða flottheit, þægileg sæti, litagleði og áhersla á smáhluti áberandi. Þökk sé fjarfundabúnaði á borð við zoom hefur aldrei verið meiri þörf fyrir skemmtilega uppröðun á fallegum hlutum. Árið 2021 verða skrautmunir djarflegri, listrænni og persónulegri en áður.

Heimilið er staður til að skemmta sér

Fólk skemmtir sér heima hjá sér í stað þess að fara út og fara áherslur fólks eftir því. Meiri áhersla verður á stærra sjónvarp og betra hljóðkerfi og þægilegir sófar verða í aðalhlutverki. Góð og falleg eldhúsaðstaða fer að skipta meira máli sem og stólar, borð og ekki síst fallegur borðbúnaður. Fólk reynir að endurskapa stemninguna af uppáhaldsveitingastaðnum eða -leikhúsinu heima í stofu.

Góðir stólar skipta öllu máli. Hér má sjá Eames Lounge …
Góðir stólar skipta öllu máli. Hér má sjá Eames Lounge hægindastóllinn. Ljósmynd/Colourbox.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál