Ljótu litirnir fá uppreisn æru

Óhreinir litir eru vinsælir nú um þessar mundir.
Óhreinir litir eru vinsælir nú um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Hinir svokölluðu „ljótu litir“ eru að ryðja sér til rúms í hönnunarheiminum. Þessir litir hafa hingað til þurft að lúta í lægra haldi fyrir vinsælli litum á borð við pasteltóna, hlutlausan gráan lit og aðra skærari liti. 

Vogue Living fjallar um að á nýju ári verði ljótu litirnir meira áberandi á heimilum fólks, en hvað telst til ljótra lita?

Vogue Living flokkar ljóta liti sem „óhreina liti“ eins og ryðrautt, sinnepsgult og aðra brúna eða græna tóna. „Litir sem fá mann til þess að staldra við og bretta upp á nefið,“ segir í lýsingu Vogue Living.

„Ástralska ríkið reyndi á sínum tíma að setja ljótasta mögulega lit á sígarettuumbúðir til þess að fæla fólk frá reykingum. Fyrir valinu varð liturinn pantone hue 448C eða opaque couché.“

Þessi græni litur var valinn sá ljótasti og honum ætlað …
Þessi græni litur var valinn sá ljótasti og honum ætlað að fæla fólk frá sígarettureykingum. Skjáskot

Snýst um að skapa jafnvægi

Sérfræðingar í litum mæla þó ekki með að fólk fari að mála allt í ljótustu litunum. „Það er mikilvægt að velja litina vel sem eiga að fara saman. Sé rétta samsetningin valin er hægt að breyta heimilinu í fallegt og hlýlegt umhverfi. Þetta eru litir sem henta vel þeim sem vilja ekki að heimilið virki of fágað eða stíliserað,“ segir innanhússhönnuður.

„Þegar ég er að þróa vörunar mínar para ég yfirleitt ljótan lit með fallegri lit eins og til dæmis ryðrauðan með fölbláum eða gúrkugrænan við rósbleikan lit. Þetta snýst allt um jafnvægi. Ég forðast „ljóta liti“ á alrými en kýs að nota þá frekar í púðum eða húsgögnum til að ljá rýminu persónuleika.“

Sinnepsgulur þykir hlýlegur
Sinnepsgulur þykir hlýlegur Skjáskot/Instagram
Rústrautt er að koma sterkt inn.
Rústrautt er að koma sterkt inn. Skjáskot/Instagram




 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál