Þarf stiga til að komast í efri skápa

Victoria Beckham á fallegt heimili.
Victoria Beckham á fallegt heimili. mbl.is/skjáskot Instagram

Heimili Davids og Victoriu Beckham er afar fínt og er eldhúsið þar engin undantekning. Hjónin gefa fylgjendum sínum innsýn í heimilislíf sitt á samfélagsmiðlum og þar má sjá vel hannað heimilið þar sem íburðurinn er mikill. 

Fyrir skömmu birti Victoria Beckham mynd úr eldhúsinu. Þar var hún að príla upp í eldhússkáp, en það þurfti meira til en koll til þess að komast upp í efstu hæðir. Á eldhúsinnréttingunni er áfastur stigi sem hægt er að færa til um eldhúsið. Það kemur sér eflaust vel fyrir lágvaxna.

Victoria Beckham að sækja eitthvað úr eldhússkápnum.
Victoria Beckham að sækja eitthvað úr eldhússkápnum. Skjáskot/Instagram
mbl.is