Helga Arnar og Bragi selja íbúðina í Hlíðunum

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og eiginmaður hennar Bragi Þór Hinriksson hafa …
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og eiginmaður hennar Bragi Þór Hinriksson hafa sett heimili sitt á sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson hafa sett íbúð sína í Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Helga kveður heimilið sitt í Hlíðunum og segir að ýmislegt hafi orðið að veruleika í þessari íbúð. 

„Fyrsta heimilið okkar Braga þar sem tvær sjónvarpsseríur af Lifum lengur urðu til, á annan tug hlaðvarpa fór í loftið, barnabókin Nína Óskastjarna var skrifuð, kvikmyndahandritið að Birtu, myndinni okkar var skrifað og varð að mynd undir leikstjórn Braga og síðast en ekki síst þar sem Jakob Örn augasteinninn okkar kom í heiminn. Þetta má alveg kalla góð afköst. En fyrst og fremst höfum við átt yndislegt heimili í góðu hverfi sem hefur haldið vel utan um fjölskylduna og látið okkur líða vel í allri þessari sköpunarvinnu,“ skrifar Helga í færslu á Facebook

Íbúðin er 114 fermetrar að stærð og í henni eru fjögur svefnherbergi. Stofan er björt og falleg með fallegum bláum sófa sem setur stemninguna. Á veggjunum eru einstaklega töff listaverk sem tóna vel við aðra innanstokksmuni. 

Eldhúsið er einstaklega töff með flotuðu gólfi og hvítum flísum á veggjunum. Viðarhillur og borðplötur gefa því hlýtt yfirbragð. 

Af fasteignavef mbl.is: Drápuhlíð 9 

Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál