One Direction-stjarna selur höllina í Calabasas

Liam Payne.
Liam Payne. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne hefur selt 900 fermetra höll sína í Calabasas í Bandaríkjunum. Höllin fór á 10,2 milljónir bandaríkjadala eða um 1,3 milljarða íslenskra króna.

Payne keypti húsið fyrst árið 2015 og setti það á sölu árið 2018. Ásett verð var þá 14 milljónir bandaríkjadala en húsið seldist ekki fyrr en hann var búinn að lækka það niður í 10,2. 

Húsið stendur í hæðunum fyrir ofan Malibu og er þar að finna fossa, tjarnir og stórkostlegan garð. Í húsinu er líka sundlaug, líkamsrækt, vínkjallari og bókaherbergi á tveimur hæðum. 

Fimm svefnherbergi eru í húsinu og sex baðherbergi. Þar er líka að finna hljóðver, gestahús og hugleiðsluhús. 

Los Angeles Times

Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál