Íslandsvinur keypti paradísina af Payne

Íslandsvinurinn Halsey keypti paradísarhús Liam Payne.
Íslandsvinurinn Halsey keypti paradísarhús Liam Payne. Samsett mynd

Tónlistarkonan Halsey keypti paradísarhús One Direction-stjörnunnar Liams Paynes í Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkjunum á dögunum. Kaupverðið var rúmar 10 milljónir bandaríkjadala eða um 1,2 milljarðar íslenskra króna. 

Húsið stendur á einstökum stað í hæðunum fyrir ofan Malibu og er sannarlega einstakt. Þar er að finna fossa og tjarnir í garðinum. Þar er líka sundlaug, líkamsrækt, vínkjallari og bókaherbergi á tveimur hæðum. 

Fimm svefnherbergi eru í húsinu og sex baðherbergi. Í húsinu eru líka hljóðver, gestahús og hugleiðsluhús. 

Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
Ljósmynd/Tyler Hogan
mbl.is