Íslenskur milljarðamæringur keypti af Kalla í Pelsinum

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno. mbl.is/Golli

Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur fest kaup á penthouse-íbúð Kalla í Pelsinum. Smartland fjallaði um íbúðina þegar hún kom á sölu. Um er að ræða 326 fm íbúð sem stendur við Tryggvagötu 18a. Í sama húsi hefur Ester rekið versluna Pelsinn og gerir enn. 

Haraldur Ingi stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno 2014. Í byrjun árs keypti Twitter Ueno. Árið 2019 greindi Viðskiptablaðið frá því að félagið velti á þriðja milljarði. Sama ár var Haraldur Ingi valinn viðskiptafræðingur ársins af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. 

„Þetta kom mér virkilega á óvart. Fyrir það fyrsta þá hef ég aldrei starfað sem viðskiptafræðingur þótt ég hafi klárað viðskiptafræði fyrir löngu. En ég er vissulega í viðskiptum og rek mitt eigið fyrirtæki þannig að þetta er ekki alveg út í bláinn,“ sagði Haraldur í viðtali í Viðskiptablaðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál